Maðurinn sem lést af slysförum á Skógaheiði síðastliðinn fimmtudag hét Sigurður Sigurjónsson, bóndi á Ytri Skógum.
Þetta kemur fram í færslu hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Sigurður var 76 ára og lætur eftir sig eiginkonu og 5 uppkomin börn.
Tildrög slyssins eru enn í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Umræða