Tveir íslenskir þingmenn á svörtum lista og eru ekki velkomnir á loftslagsráðstefnuna COP29 í Aserbaísjan í næsta mánuði. Allir Evrópuráðsþingmenn voru settir á svartan lista þar í landi.
Þessir tveir íslensku þingmenn fá þar af leiðandi ekki að sækja loftslagsráðstefnuna COP29 sem haldin verður í Bakú á næsta ári en loftslagsráðstefnan COP29 fer fram dagana 11-22 nóvember í Baku í Aserbaísjan..
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar segir að umræddir þingmenn séu Bjarni Jónsson og Birgir Þórararinsson. Þeir eru meðal 74 þingmanna Evrópuráðsins sem settir eru á svartan lista undir yfirskriftinni personae non gratae.
Ástæðan er ákvörðun Evrópuráðsins að staðfesta ekki kjörbréf sendinefndar Aserbaísjan vegna mannréttindabrota þar í landi, en þar eru yfir 300 pólitískir fangar og fjöldi blaðamanna í fangelsi. Aserbaísjan var á sama tíma bannað að sækja fundi Evrópuráðsins.
Birgir Þórarinsson segir í samtali við Morgunblaðið að Alþingi eigi að mótmæla þessari ákvörðun harðlega. Þá hyggst hann leggja fram þingsályktunartillögu um að Ísland mæti ekki á ráðstefnuna.