Á Íslandi er ekki spilling segir Ólafur Jónsson f.v. togaraskipstjóri í hæðni í myndbandi sem hann póstaði í dag en hann hefur verið mjög á móti kvótakerfinu. Sem einn reynslumesti skipstjóri á Íslandi hefur hann bent á alla spillinguna sem þar þrífst á vef sínum undandarin ár og er hvergi hættur. Hér að neðan eru nokkur innslög á síðu hans og myndbönd:
,,Hvað kostaði ríkisstjórn LÍU Katrín? Og hvað færðu fyrir útþynnt auðlindaákvæði? Nú er tími sannleikans á bak við grímuna.“
,,Það er hreint og klárt siðleysi að þykjast ekki sjá viðbjóðslega spillinguna sem vaðið hefur uppí þjóðfélaginu síðalstliðin 20 ár.“
,,Jæja skyldi fólk fara að hlusta og trúa ógeðinu sem er í kringum tilurð og viðhald kvótakerfisins sem aldrei hefur fært útgerðamafíunni meiri óáunnin óða gróða.“
https://www.facebook.com/olafur.olafur/videos/10221140577809476/
,,Hvað liggur að baki 60 manna meirihluta leppa útgerðarinnar á Alþingi Íslendinga? Hvernig stóð á að VG stökk uppí hjá útgerðaflokkunum? Money talks … líka á Ísland spilltasta landi Evrópu.“
,,Ríkisstjórnin sem breytti GÓÐÆRI í HRUN? Ríkisstjórn Máa? Enn sitja þeir eftir sem ekkert fengu. Eldriborgarar.“
,,Ætlum við að gera samninga um nýtingarétt við skipulagaða glæpastarfsemi sem notast við óheiðarlega stjórnmálamenn? Nú skal skera.“
,,Gaman verður að fylgjast með þessu. Þau börðu potta og pönnur að íslenskum sið. Þau heimtuðu Nýja Stjórnarskrá að íslenskum sið. Nú setja þau saman Nýja Stjórnarskrá. Hvort ristir meira spillingin í Chile eða á Íslandi? Ef fólkið í Chile leiðir Nýja Stjórnarskrá fólksins í lög gerum við UPPREISN!!!“
,,Bjarni Ben sér ekki spillinguna horfandi út úr SPILLINGARBÆLINU“
,,Þetta samræðuferli eða „rökræðukönnun“ er ekkert annað en fals og sýndarmennska til að ná þeim árangri að komast fram hjá Nýju Stjórnarskránni sem Á AÐ HUNDSA með öllum ráðum. Það er verið að svívirða þjóðinni með þessum skrípaleik fyrir útgerðina. Skyldi ríkisstjórn LÍÚ standast það hneyksli sem er í uppsiglingu hjá útgerðarisanum og eiganda Sjálfstæðisflokksins? Sjávarútvegsráðherrar eru aldrei of dýrir!!!!???“
,,Það þarf gífurlega heimsku til að ætla að í allri þeirri ROSALEGU spillingu sem grasserar í kringum kvótakerfið séu mútur ekki stór partur. Hvernig varð þessi ríkisstjórn LÍÚ t.d. til?“
,,Ég er nú svo vitlaus. En mín skoðun er að ríkisstjórnin „ríkisstjórn líú“ sé fallin. Kallað að axla ábyrgð.“
,,Allt sem skeð hefur hjá Máa í Namibíu hefur líka skeð á Íslandi. Rannsaka þarf hvernig Mái eignaðist Sjálfstæðisflokkinn 1995.“
,,Þá er það Popp og kók. Framhaldssagan Namibiu svindlið sem er um eiganda Alþingis er að hefjast á KVEIK. Ætlar þú að kjósa Sjálfstæðisflokki aftur?“
,,Það þarf að leysa Sjálfsæðisflokkinn upp. Augjóst eignarhald útgerðarinnar á Flokknum skaðar ekki bara Flokkinn heldur allt lýðræðislegt vald þjóðarinnar. Eins og sést kannski best í stjórnarskrármálinu.“
https://www.facebook.com/olafur.olafur/videos/10209478977116747/
https://www.facebook.com/olafur.olafur/videos/10208999309205349/UzpfSTEzOTU1MjI1OTc6MTAyMjExNDg5NjYxMzkxNzk/
https://www.facebook.com/olafur.olafur