-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Þverpólitískt framboð gegn spillingu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

,,Skattsvikarar og svindlarar voru verðlaunaðir í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans, fengu gefins peninga og syndaaflausnar stimpil á rassinn frá stjórnvöldum.“

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar um spillingu á Íslandi og stofnun á nýju stjórnmálaafli

Stóra prófið!
Það eru blikur á lofti í íslensku samfélagi eftir fréttaflutning af framferði stórfyrirtækis í sjávarútvegi á erlendri grund.
Samfélagslegum gildum okkar er ógnað.
Allir eiga að halda ró sinni því það eru tvær hliðar á málinu.
Hver er hin hliðin á þessu viðbjóðslega og ógeðfellda máli? Hver er hin hliðin á græðgi og spillingu?
Hin hliðin hefur nú þegar komið fram.
Stjórnendur Samherja og strengjabrúður þeirra hafa sýnt það í orði og á borði að iðrun er engin, ENGIN, og allt kapp er laggt í að afvegaleiða umræðuna og skella skuldinni á aðra. Málinu verður bara maklega pakkað inn af háttvirtri „norskri“ lögmannsstofu og bestu almannatenglum sem peningar geta keypt.
Skítt með verknaðinn, skítt með hann. Skítt með fólkið, skítt með það.
Málið er að mörgu leyti stærra og flóknara en þetta eina mál. Mál Samherja á sér frændur og frænkur, aðdraganda og sögu.
Siðlaust viðhorf peningaafla til samfélaga

Málið lýsir ógnvænlegu og siðlausu viðhorfi peningaafla til samfélaga, lýsir fordæmalausum hroka og viljaleysi til þátttöku í uppbyggingu innviða.
Lýsir afdráttarlausum hroka og einbeittum brotavilja. Svo einbeittum að öll ráð skulu höfð úti um að greiða sem minnst til baka svo samfélagsreksturinn geti staðið undir sér. Skítt með okkar veikustu bræður og systur. Skítt með þau. Skítt með innviðina. Skítt með þá.
Þetta er ekki bundið við eitt Afríkuríki. Þetta eru nákvæmlega sömu vinnubrögðin og hafa verið stunduð hér á landi, bæði í nútíð og fortíð. Þetta er nákvæmlega sama viðhorfið og við horfðum uppá í fjármálakerfinu sem fórnaði tugþúsundum heimila í eftirmálum hrunsins undir verndarvæng stjórnvalda.
Skattsvikarar og svindlarar voru meira að segja verðlaunaðir í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans þar sem þeir fengu gefins peninga og syndaaflausnar stimpil á rassinn frá stjórnvöldum. Hversu sjúkt er það?

Fólkinu var fórnað eins og að drekka vatn. Sama er viðhorf þeirra sem svindluðu mest á þjóðinni, og gera jafnvel enn, og telja sig jafnvel vera hin raunverulegu fórnarlömb.
Viðhorfið er svo sjúkt og ríkjandi að eftir er tekið á erlendri grund, sem einhvers konar þjóðaríþrótt Íslendinga. Og erum við listuð upp sem fremst á meðal jafningja þegar kemur að peningaþvætti og annarri spillingu.
Peningaöflunum virðist vegna betur hér á landi en annars staðar við að koma sér undan því að borga auðlindagjöld og skatta. Fá að semja sínar eigin leikreglur, og gera að lögum, eftir hentisemi og í vari frá almúganum, í skjóli sterkra tengsla inn í hjarta stjórnmálanna.
Skattsvikarar og svindlarar voru meira að segja verðlaunaðir í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans þar sem þeir fengu gefins peninga og syndaaflausnar stimpil á rassinn frá stjórnvöldum. Hversu sjúkt er það?
Er það tilviljun að í hvert einasta skipti sem gengið er til kosninga á Íslandi virðast stjórnmálamenn og flokkar þeirra ítrekað komast upp með að segja eitt og gera svo etthvað allt annað?
Getuleysið til að spyrna við ítökum hagsmunaafla í okkar samfélagi er algjört. Þetta á við í dag og þetta átti við fyrir 10 árum, 20 árum og 50 árum. Þrælslund þjóðarinnar og umburðalyndi fyrir spillingunni hlýtur að hafa farið yfir einhver áður þekkt mörk síðustu ár og eftir nýjustu fréttir af afrekum Samherja á erlendri grundu hlýtur að vera komið að stóra prófinu hjá þjóðinni.
Prófin gerast ekki mikið stærri.
Stjórnvöld eru dofin, úrræðalaus, getulaus og í raun bullandi meðvirk. Stjórnmálin virðast ekkert geta gert nema stíga á tærnar á sjálfum sér og allir eru voðalega sorgmæddir yfir stöðunni. Leiðir yfir því hvernig fór og leiðir yfir því hversu getulaus við erum í að spyrna við fótum.
Stjórnmálin eru kerfin og kerfin eru stjórnmálin.
Siðferðið virðst þó vera meira í Namibíu, sem fyrrverandi dómsmálaráðherra gerði svo eftirminnilega lítið úr í greinarskrifum sínum og afhjúpar svo dapurlegt viðhorf þeirra sem fara með valdið. Ráðherrann fyrrverandi ætti að líta sér nær í þessum efnum í stað þess að kasta steinum úr glerhúsinu sem hún og flokkur hennar er lokaður inn í.
 
Valkosturinn gæti verið sá að verkalýðshreyfingin fari af stað með þverpólitískt framboð um þessar breytingar
Hvað segir það um ráðamenn þjóðarinnar að íslensku útgerðarfyrirtækin eru tilbúinn að borga hærra verð fyrir aðgang að auðlindum í Afríku en hér heima, og þá eru mútugreiðslurnar ekki teknar með?
Allt frá einkavinavæðingu ríkiseigna, bankahruninu, peningaþvottavél Seðlabankans til endalausra spillingarmála sem ítrekað skjóta upp kollinum er stóra spurningin, hversu mikið og lengi er hægt að svindla, svíkja og pretta heila þjóð?
Það er stóra prófið.
Er eitthvað hægt að gera í þessu eða erum við hreinlega búin að gefast upp?
Verður þetta bara verkefni næstu kynslóða eða er tími til kominn að spyrna niður fótum og skila landinu okkar til komandi kynslóða með vott af reisn?
Valkostir kjósenda til raunverulegra breytinga eru af mjög skornum skammti og hagsmunaaðilar og peningaöflin ná ávallt yfirhöndinni í aðraganda kosninga, í gegnum rótgróna stjórnmálaflokka, í gegnum fjölmiðla, með lygaáróðri og gylliboðum og tækifærishugsjónum sem víkja um leið og hyllir í bitlinga.
Með öllum ráðum er tryggt að valdastrúktúrinn standi óbreyttur. Standi þannig að niðurstöður kosninga geti aldrei farið á þá leið að umbótaöfl nái meirihluta á þingi. Til þess er nóg fyrir hagsmunaöflin að styðja í orði og borði þá valkosti sem líklegastir eru til að þora ekki gegn ríkjandi kerfi og öflum.
Þessir valkostir eru ekkert síður til vinstri en hægri og allt þar á milli.
Meðvirkni og uppgjöf þeirra stjórnmálaflokka sem fengið hafa tækifæri síðustu áratugi til að vinda ofan af spillingunni er algjör. Algjör!
Það er jafnvel erfitt að greina hvort vinstri eða hægri vöndurinn hafi verið þjóðinni harðari.
Er ekki kominn tími á að kjósendur fái raunhæfan valkost?
Valkost sem snýr að raunverulegum breytingum á kerfi sem mergsýgur samfélagið að utan sem innan. Valkost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekkert gefa í staðinn. Valkost sem raunverulega er til höfuðs þeim sem neyta að taka þátt í samfélagssáttmálanum. Sáttmála um að allir hjálpist að við að baka brauðið og þeir veikustu fái að borða fyrst.
Valkosturinn gæti verið sá að verkalýðshreyfingin fari af stað með þverpólitískt framboð um þessar breytingar. Valkost sem sameinar þjóðina um þau þjóðþrifamál sem við svo nauðsynlega þurfum að koma í gegn til að einhverra breytinga sé að vænta í nánustu framtíð.
Valkost þar sem fólk brýtur odd af oflæti sínu fyrir æðri málstað og komandi kynslóðir. Valkost sem snýst ekki um málamiðlanir.
Valkost um stóru málin sem skipta okkur öll máli. Annað má bíða.
Ég skora hér með á verkalýðshreyfinguna að standa undir nafni og leiða fram slíkan valkost. Valkost málefna sem ekki verður haggað eða gjaldfelldar á valda og bitlingahlaðborði ríkjandi afla.
Ég get ekki séð að ný og öflug verkalýðshreyfing geti skorast undan slíkri ábyrgð öðruvísi en að senda reikninginn til komandi kynslóða.
Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni.
https://frettatiminn.is/2019/11/14/thingmadur-stigur-fram-thad-stod-til-ad-raena-thessari-nyju-audlind-fyrir-framan-nefid-a-thjodinni/