-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Leitin að Friðfinni Frey Kristinssyni, 42 ára, hefur enn engan árangur borið

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Leitin að Friðfinni Frey Kristinssyni, 42 ára, hefur enn engan árangur borið, en síðast er vitað um ferðir Friðfinns fimmtudagskvöldið 10. nóvember þegar hann fór frá Kugguvogi í Reykjavík.

Lögreglan biður þau sem eru með öryggis- og eftirlitsmyndavélar á því svæði og næsta nágrenni þess að hafa samband svo hún geti kannað hvort þar kunni að sjást til ferða Friðfinns eftir kl. 19 fimmtudaginn 10. nóvember.

Þá eru íbúar í hverfinu beðnir um að skoða nærumhverfi sitt s.s. geymslur, stigaganga og garðskúra. Þau sem eru í forsvari fyrir auðu húsnæði í hverfinu eru beðin um að skoða slíka staði. Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Friðfinns eru beðin að hafa samband við lögregluna í síma 112.

Friðfinnur er 182 sm á hæð, grannvaxinn, brúnhærður og með alskegg. Hann var klæddur í gráa peysu, gráar joggingbuxur og bláa íþróttaskó.