Sögurnar sem tannlæknar segja af tannheilsu aldraðra á hjúkrunarheimilum eru ekki fallegar. „Þeir tannlæknar sem hafa farið inn á hjúkrunarheimili hafa oft komið til baka í hálfgerðu áfalli yfir að hafa séð fólk sem hefur bara virkilega þurft á meðferð að halda,“ segir Eva Guðrún Sveinsdóttir, tannlæknir í viðtali við Rúv.is sem fer ítarlega yfir tannheilsumál.
Heimildarmaður Fréttatímans segir að um sé að ræða falleinkunn sem einkarekna tannlæknakerfið fær á Íslandi og venjulegt fólk veigri sér við að fara til tannlæknis vegna þess hve dýr þjónustan er, en líklega sé tannlæknaþjónusta á Ísland ein sú dýrasta sem völ er á. ,,Fólk kemur alvarlega veikt inn á stofnanir, þetta er uppsafnaður vandi mörg ár aftur í tímann, þetta er ekki eitthvað sem gerist allt í einu, Ellilífeyrisþegar, öryrkjar og fólk með lág laun á bara ekki séns á því að fara til tannlæknis á Íslandi en sumir hafa efni á að leita lækninga erlendis með 50-75% afslætti af því verði sem er í gangi á Íslandi.“
,,Þrátt fyrir að fólk sé komið inn á stofnun, þarf það ekki síður á reglulegri þjónustu tannlækna að halda. Það virðist misbrestur á því að aldraðir fari til tannlæknis þrátt fyrir að almenn tannlæknaþjónusta við aldraða á stofnunum eigi að vera niðurgreidd að fullu.
Meirihluti þátttakenda í rannsókn Aðalheiðar, 60%, hafði farið til tannlæknis á síðustu fimm árum en hjá 40% voru meira en fimm ár liðin frá síðustu tannlæknisheimsókn.“ Segir m.a. í greininni á rúv.is
Hér er hægt að lesa greinina á rúv.is í heild sinni
https://gamli.frettatiminn.is/06/11/2021/tannlaeknar-a-islandi-thurfa-virkilega-ad-girda-sig-i-brok/