Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er útlit fyrir breytilega átt 3-10 m/s með þurru og björtu veðri nokkuð víða, en sums staðar lítilsháttar él við ströndina. Það er mjög kalt, algengar frosttölur eru 7 til 14 stig, en frostið gæti orðið meira en 20 stig á stöku stað og líklegast er að það gerist í innvseitum norðaustanlands.
Nú þegar þetta er skrifað er lægð að myndast og dýpka vestur af landinu, hún þokast austur og nálgast í dag. Þessi lægð er köld, þ.a. úrkoma sem henni fylgir verður snjókoma. Í kvöld má því gera ráð fyrir suðaustan 8-15 með sjókomu á vestanverðu landinu og einnig á Suðurlandi þegar líður nær miðnætti.
Á morgun er síðan gert ráð fyrir austan og suðaustan 10-18 m/s og allvíða snjókoma, en styttir smám saman upp seinnipartinn. Hægari vindur á Norðaustur- og Austurlandi og dálítil él við ströndina. Frost 2 til 15 stig, kaldast norðaustantil.
Þó margir hafi verið orðnir langeygir eftir snjónum, þá getur snjókoman skapað erfið akstursskilyrði fyrir ferðalanga. Þeir sem vilja forðast slíkt, ættu því að skipuleggja ferðir eftir veðri.
Þegar litið er á spár lengra fram í tímann, þá má gera ráð fyrir áframhaldandi kuldatíð út næstu viku með frosti á öllu landinu. Sá snjór sem hefur fallið síðustu daga og mun falla á næstunni mun því haldast fram að jólum ef kuldaspáin rætist og þar með verða jólin hvít nokkuð víða á landinu. Það breytir því þó ekki að það er snjólétt (lítil snjódýpt) á landinu miðað við árstíma, sérílagi norðan- og austanlands.
Spá gerð: 16.12.2022 06:29. Gildir til: 17.12.2022 00:00.
Veðuryfirlit
400 km V af Snæfellsnesi er vaxandi 1015 mb lægð sem fer A og síðar S. 500 km S af Hornafirði er 1004 mb lægð á austurleið. Við Lófót er 995 mb lægð sem hreyfist lítið. Yfir Grænlandi er 1040 mb hæð.
Samantekt gerð: 16.12.2022 07:57.
Veðurhorfur á landinu
Breytileg átt 3-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt, en sums staðar lítilsháttar él við ströndina. Frost 7 til 20 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.
Suðaustan 8-15 og fer að snjóa á Suður- og Vesturlandi í kvöld, og dregur úr frosti.
Austan og suðaustan 10-18 m/s á morgun og víða snjókoma, en úrkomulítið seinnipartinn. Hægari vindur á Norðaustur- og Austurlandi og dálítil él við ströndina. Frost 2 til 15 stig, kaldast norðaustantil.
Spá gerð: 16.12.2022 10:23. Gildir til: 18.12.2022 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg austlæg átt og léttskýjað, þykknar upp eftir hádegi. Frost 6 til 12 stig. Suðaustan 10-15 og fer að snjóa seint í kvöld, dregur úr frosti. Austlægari og styttir upp síðdegis á morgun.
Spá gerð: 16.12.2022 05:29. Gildir til: 17.12.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðaustan 8-15 og dálítil él, en þurrt sunnan- og vestanlands. Frost víða 3 til 8 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Norðaustanátt, yfirleitt 10-18 m/s. Él um landið norðan- og austanvert en þurrt og bjart suðvestantil. Áfram kalt í veðri.
Á miðvikudag (vetrarsólstöður):
Minnkandi norðlæg átt og dálítil él um norðaustanvert landið, annars þurrt. Frost 2 til 10 stig.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir hæga norðlæga átt. Skýjað og úrkomulítið um norðanvert landið en víða bjartviðri syrða. Herðir á frosti.