Líf og fjör er hjá Björgunarsveitinni í Hafnarfirði þar sem hún stendur að jólatrjásölu við Reykjavíkurveg. Mikið útval er af fallegum jólatrjám sem eru færð jafnt og þétt úr gámum og inn í hús. Jólatréin eru greinilega sérvalin, því fallegri verða þau ekki. Þá eru björgunarsveitarmenn með sög á staðnum til að laga fætur trjánna svo þau standi þráðbein og tignarleg í stofu þeirra fjölskyldna sem styðja Björgunarsveitina með því að beina viðskiptum til þeirra.
Látum fylgja nokkrar myndir af jólatrjám og hvetjum landsmenn til að styðja Björgunarsveitina.
Umræða