Jólin eru hátíð barnanna. Leyfum börnum að elska og njóta ástar foreldra sinna.
GOTT AÐ VITA Í JÓLAHÁTÍÐINNI –
Það er ljóst að það er einn hópur á Íslandi sem því miður er lítið sýnilegur í kerfinu á einna erfiðast fjárhagaslega. Hann er ekki til sem skilgreindur hópur í kerfinu, á svipaðan hátt og t.d. fólk í sambúð, ellilífeyrisþegi og svfrv. Þessi hópur er ekki með lögheimili barna sinna, en fær þau til sín allt frá því að vera yfir helgi, og upp í viku á móti maka.
Þessi hópur fær ekki fjárhagsaðstoð vegna barna og útgjalda vegna barna. Þessi hópur getur ekki beðið um stuðning á forsendum þess að hann þarf að gefa börnum jólagjöf, eða mat á jólunum. Þessi hópur lendir í því, að ef hann skuldar meðlög, þá eru þau oft tekinn af þeim launum sem viðkomandi á að fá, áður en viðkomandi fær útborgað, og því verða launin minni fyrir vikið. Þessi hópur fær ekki eða litlar húsaleigubætur.
Þessi hópur getur ekki á forsendum þess að hafa útgjöld vegna barna, óskað eftir láni, eða fjárhagslegum stuðningsaðgerðum/úrræðum bankastofnana þar sem börnin teljast ekki vera á forræði þessa hóps, þó svo að hópurinn sé skilgreindur og hafi jafnvel „sameiginlegt forræði“. Þessi hópur er því miður að stórum hluta til karlmenn, og sem slíkir, eiga oft erfitt með að viðurkenna að þeir eigi í erfiðleikum fjárhagslega, og að þeir geti ekki séð fyrir eða greitt fyrir þau útgjöld sem snúa að venjulegum heilmilisrekstri. Vegna þess hversu illa þeir eru fjárhagslega staddir, mun það augljóslega hafa áhrif á getu þeirra til að veita börnum sínum bestu mögulegu forsendur og aðstæður á tíma hátíðar, ljós og friðar.
Félagið vill af þeim sökum, biðja ykkur öll um að vera vakandi gagnvart þessum hóp, veita honum hjálparhönd ef þið getið, nú eða lagt ykkar lóð á vogarskálarnar til að breyta forsendum og fjárhagslegri stöðu þessa hóps. Það skiptir máli gagnvart öllu samfélaginu. Við viljum að börnin öll eigi gleði og friðarjól, og þurfi ekki að búa við skort um jólin. Bendum á FB síðuna Matargjafir sem hefur það hlutverk að koma á tengslum milli þeirra sem þurfa hjálp og þeirra sem geta boðið fram aðstoð.