Á síðu á facebook er hægt að sjá hvernig raunveruleikinn blasir við mörgu fólki á Íslandi. Hér er eitt af mörgum dæmum þess og viðkomandi aðili leitar ráða hjá öðru fólki sem reynir að gefa góð ráð.
,,Er í smá veseni og vantar ráð, núna er 15. desember og ég á 1.500 krónur út mánuðinn. Fæ hvergi yfirdrátt, eða smálán til að brúa bilið jafnvel þó að ég sé með B3 lánshæfismat og hef alltaf staðið í skilum á öllum reikningnum.
Er ekki á vanskilaskrá. Bankinn segir að ég sé búinn að ná hámarki í ótryggðu láni og ekkert hægt að gera. Þetta er tveggja milljóna króna skuldabréf eftir að ég átti í fjárhagserfiðleikum í fyrra og hef alltaf borgað sómasamlega af því.
Hvað er í stöðunni hjá mér? Hvert get ég leitað?
Er búinn að finna mér aukavinnu en byrja ekki fyrr en eftir áramót, bara búinn að elda heima og reyna að spara eins og ég get, ég er í smá molum.“ Hægt er að skoða færsluna á vefnum ,,fjármálatips.“
Ráð frá fólki voru eftirfarandi:
- Hvað sem að gerist, aldrei taka smálán.
- Sniðugt að auglýsa dót til sölu hérna á Facebook sölusíðum og einnig á Bland.is
- Allt hjálpar, selja það sem maður notar ekki, skoða gömul veski/vasa, hef séð aðra tala um bónuskort sem hægt er að leggja inná.
- Óska eftir gefins dósum. Margir sem nenna ekki að fara með þær í endurvinnslu.
- Þræða frískápana mikið sett í þá Þessa dagana
- Prófaðu að sækja um léttkort hjá símanum þetta er rafrænt kort sem þú getur svo sett í wallet (veski) til að borga með snerti (stjórnar líka hversu mikið þú vilt borga af á mánuði, mjög sniðugt
- Fyrirfram greitt frá núverandi vinnuveitanda?
- Leita til hjálparsamtaka? Veit samt ekki hvort þú sért orðin of sein með að sækja um fyrir jólaúthlutun
- Held því miður að Hjálparstarf kirkjunnar og Fjölskylduhjálpin séu búin að úthluta. Veit ekki um mæðrastyrksnefnd. Ert kannski ekki með börn?
- Netgíró? Ég hef stöku sinnum reddað mér á því í Nettó þegar illa stendur á.
- Fáðu viðtal hjá velferðarsviði þíns bæjarfélags. Kirkjan er stundum með aðstoð.
- Taka saman kvittanir sem væri hægt að fá styrki/endurgreitt fyrir hjá verkalýðsfélagi.
- Tína flöskur, það getur verið stór peningur í því, fólk helgar sér yfirleitt svæði, vinkona mín týndi fyrir 2 milljónir fyrsta árið, bara að vera með hanska, andlitsgrímu og hettuúlpu ef að þú vilt ekki þekkjast, getur líka beðið fólk að gefa þér flöskur.
- Athugaðu hverjir eru að vakta credit info hjá þér
- Áttu eitthvað til að selja t d fatnað sem þú ert hætt að nota, Múminbolla, glös, diska eða eitthvað frá þeim. Það getur verið ótrúlegur peningur í hlutum sem maður notar lítið eða aldrei. Svona vinsælar vörur, Ittala selst eins og skot.
- Tala við fjölskyldu þína