No Result
View All Result
Lögreglan á Suðurnesjum er að ljúka rannsókn sinni á máli Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, læknis á HSS og síðar á Landspítala. Hann er grunaður um að hafa borið ábyrð á dauðsföllum sex sjúklingasinna. Ítarlega er fjallað um málið hjá ríkisútvarpinu.
Rannsókn lögreglu á hendur Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir, er að ljúka. Mál hans verður sent til héraðssaksóknara til ákærumeðferðar síðar í þessum mánuði. Hann er grunaður í sex málum.
Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við fréttastofu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru níu mál á hendur Skúla til rannsóknar hjá lögreglu
Skúli Tómas er grunaður um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum sex sjúklinga sinna á árunum 2018-2020. Þá eru tveir fyrrverandi samstarfsmenn hans grunaðir í einu málinu, fyrir hlutdeild og að hafa brugðist starfsskyldum sínum þegar kona á áttræðisaldri var sett í lífslokameðferð – að því er talið er að tilefnislausu.
No Result
View All Result