Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður norðlæg átt á landinu, allhvasst eða hvasst um landið austanvert, annars hægari. Éljagangur fyrir norðan og austan, en léttskýjað sunnan- og vestantil. Allvíða vægt frost við ströndina, en allt niður í 15 stig inn til landsins. Líklegt er að það gæti orðið á Suðurlandi. Hægari vindur og minnkandi éljagangur á morgun, en herðir frost, einkum inn til landsins. Spá gerð: 17.01.2023 06:42. Gildir til: 18.01.2023 00:00.
Veðuryfirlit
Yfir Hjaltlandseyjum er 969 mb lægð á hreyfingu S, en 1033 mb hæð er yfir Grænlandi. Á Grænlandshafi er 1007 mb lægðardrag, sem þokast A. Samantekt gerð: 17.01.2023 07:40.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt, víða 8-13 m/s en 13-18 í vindstrengjum undir Vatnajökli, Eyjafjöllum og í Mýrdal. Él norðan- og austanlands, en annars léttskýjað. Frost yfirleitt 1 til 11 stig. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld og kólnar. Norðvestan 8-13 austast á morgun, annars hægari norðlæg eða breytileg átt. Dálítil él fyrir norðan og austan en áfram bjart veður annars staðar. Frost 3 til 15 stig, mildast við sjávarsíðuna.
Spá gerð: 17.01.2023 09:34. Gildir til: 19.01.2023 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 5-15 m/s og léttskýjað, hvassast á Kjalarnesi. Dregur úr vindi seint í dag, hæg austlæg átt á morgun. Frost 1 til 9 stig.
Spá gerð: 17.01.2023 09:35. Gildir til: 19.01.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og skýjað, en dálítil él úti við sjávarsíðuna. Fer að snjóa á vestanverðu landinu undir kvöld. Frost 0 til 14 stig, kaldast norðaustantil.
Á föstudag:
Gengur í sunnan og suðaustan 13-18 m/s með slyddu og síðar rigningu, en þurrviðri norðaustanlands framan af degi. Hlýnar í bili.
Á laugardag:
Hvöss sunnanátt, vætusamt og hlýtt í fyrstu, en snýst síðan allhvassa suðvestanátt með éljagangi vestantil og kólnar í veðri.
Á sunnudag:
Stíf suðvestanátt með éljagangi, en bjartviðri eystra. Frost 0 til 5 stig.
Á mánudag:
Útlit breytilega átt, með éljum á víð og dreif og talsverðu frosti.