Banaslys varð á þjóðveginum skammt frá gatnamótum Hvalfjarðarvegar rétt fyrir klukkan tíu í gærmorgun. Fólksbíll lenti í árekstri við flutningabíl sem kom úr gagnstæðri átt og hafnaði á öðrum flutningabíl sem kom þar á eftir. Ökumaður fólksbílsins lést.
Farþegi fólksbílsins var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Þetta staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestur landi og segir málið vera til rannsóknar.
Ökumenn flutningabílanna voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi og fengu áfallahjálp. Fimm hafa látist í þremur umferðarslysum það sem af er ári.
Umræða