-2.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Ófærð er vinsæl í Noregi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hin íslenska þáttaröð Ófærð sem að hefur ekki farið fram hjá neinum, er einnig vinsæl í Noregi og hin norska ríkissjónvarpsstöð NRK sýnir nú þá þáttaröð sem er í sýningu á Íslandi. Norðmenn sem þýða Ófærð sem ,,Innilokuð“ eða ,,Innsperret“ eru komnir að þætti sex og bíða spenntir eftir því, eins og íslendingar, að vita hvernig sagan endar. 
Nrk. hefur langa lýsingu á þáttaröð númer tvö en stöðin sýndi fyrstu þáttaröð um svipað leiti og hún var sýnd á Íslandi.
,,Nú er ný þáttaröð um Ófærð komin í sýningu með lögreglumanninum Andra Ólafssyni og félögum í Ófærð 2. „Innsperret.“
Maður reynir að myrða iðnaðarráðherra Íslands og það reyndist vera bróðir ráðherrans.
Hann er bóndi norðan af landi og er meðal þeirra sem hafa mótmælt nýrri virkjun í sveitarfélaginu. Andri Ólafsson fer norður til þess að upplýsa málið og við fylgjum honum og hans fólki eftir, við rannsóknina og við kynnumst einnig fjölskyldu hans.“ Svo heldur kynningin áfram í löngu máli á hinni norsku ríkisstöð.