Fréttatíminn skoðar alltaf annað slagið hvað hin ýmsu fyrirtæki eru að bjóða upp á, bæði hérlendis og erlendis. Bæði af forvitni og svo til þess að upplýsa lesendur
World Class býður upp á frábæra þjónustu í þeim 14 líkasræktarstöðvum sem að eru á þeirra vegum auk 6 sundlauga. Við skoðuðum málið um helgina.
Við skoðuðum t.d. hvað fyrirtækið hefur upp á að bjóða og það er óhætt að segja að ef að maður vill bæta heilsuna og koma sér í betra form, þá er World Class málið!
Það ættu a.m.k. allir að finna eithvað við sitt hæfi varðandi hreyfingu og hægt er að skoða mjög fjölbreytt úrval líkamsræktar: HÉR – En boðið er upp á opna tíma –
Einnig er hægt að sækja einkatíma hjá World Class, fyrir þá sem kjósa, úrvalið er ótrúlega mikið!
Upplagt er að nýta sér barnagæsluna á meðan tekið er á því, en World Class býður upp á góða þjónustu fyrir fjölskyldufólk og börnin í góðum höndum á meðan foreldrar njóta þess að geta áhyggjulaust notið þeirrar þjónustu sem að þeir kjósa hverju sinni.
Svo er líka hægt að panta tíma hjá nudd og snyrtistofunni þegar að þannig ber undir og jafnvel dekurpakka svona spari en maður getur t.d. gefið slíkan munað í gjöf því að boðið er upp á gjafabréf. ,, Fyrir og eftir meðferðir fá gestir tækifæri til að endurnæra líkama og sál í Betri stofu Lauga. Fyrsta flokks heilsulind þar sem slökunar- og lækningarmáttur íslenska vatnsins er í hávegum hafður.“
Á Laugar Café er hægt að fá hádegisverð og kvöldverð ásamt fjölbreyttu úrvali léttra heilsurétta, samloka og drykkja allan daginn. Til dæmis má nefna Booztbarinn þar sem finna má mikið úrval af skyr- og próteindrykkjum ásamt safa gerðum úr ferskum ávöxtum og grænmeti.
Boðið er upp á rétt dagsins alla virka daga, frá kl. 11:30-14:00, ásamt súpu. Áhersla er lögð á fersk hráefni og hóflegt verð.
Hádegismatseðillinn á virkum dögum samanstendur af fiskrétti og kjúklingarétti ásamt grænmeti og súpu. Í hádeginu (kl. 11:30-14.00) á laugardögum er ávallt á boðstólnum kjötréttur, ásamt sósu og öllu tilheyrandi ´a la Bjössi´ ásamt kjúklingarétti.
Laugar Café býður upp á kvöldverð á virkum dögum frá kl. 17:30 – 20:00, þar sem boðið er upp á þriggja rétta kvöldverð, kjúkling og fisk á góðu verði.
Einnig er hægt að fá rétti af matseðli Betri stofunnar á þessum tímum.
Laugar Café er umfram allt aðgengilegur staður sem er öllum opinn og tilvalið er að koma þar við eftir gönguferð í Laugardalnum, góðan sundsprett, átök í heilsuræktinni eða eiga notalega stund í Betri stofunni þar sem einnig er veitingastofa með úrvali rétta af matseðli ásamt drykkjum. World Class leggjur sig fram um að geta þjónað öllum, hvort sem þú vilt grípa með þér bita eftir æfingu eða verja góðum tíma á staðnum.
Tilvalið er fyrir fyrirtæki og aðra hópa að koma í Laugar og njóta matar og drykkjar á Laugar Café þar sem bjóðið er upp á fundaraðstöðu á 2. hæð. Einnig eru settir saman hópmatseðla fyrir þá sem vilja. Nú er bara að skella sér í ræktina, dekrið og hollustuna enda styttist í sumarið og gott að vera vel á sig kominn og ekki eftir neinu að bíða 🙂 > www.worldclass.is
Hér má finna alla staðina hjá World Class á einni síðu