Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni um síðustu helgi.
Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim.
Húsleitir fóru fram á fjórum stöðum og hlutir gerðir upptækir. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Umræða