Brynjar er búinn að fá bátinn sinn og er að gera hann kláran til veiða. Kaupverðið á bátnum er um 200 milljónir króna og hann mun róa frá Vardö í Noregi. Brynjar Bangsund útgerðarmaður frá Vardø fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 36B beitningavélarbát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Brynjar verður sjálfur skipstjóri á bátnum og mun stunda vistvænar línuveiðar.
Brynjar Eriksen Bangsund er aðeins 28 ára gamall og engin bátur svona stór hefur verið smíðaður fyrir íslenskan útgerðarmann sem er 28 ára gamall eða yngri, enda eru svo til engir íslenskir einstaklingar í útgerð að láta smíða fyrir sig báta og meðalaldur útgerðarmanna mjög hár þar sem nánast engin nýliðun er í greininni.
Brynjar hefur veglegan kvóta í Noregi eða samtals 866 tonn og mest af því er ýsa 496 tonn, 338 tonn af ufsa og 32 tonn af þorski. Fjallað var um málið hjá aflafréttum.is
Brynjar hefur gert út síðan árið 2019 seiglu bát sem heitir Nordtind og veiddi t.d árið 2021 um 200 tonn á hann. Reyndar þá lentu þeir í bilunum í bátnum árið 2021. t.d þurfi að skipta um vél í bátnum. þurfi að öxuldraga og skipta um skrúfu og skipta þurfi um alla botnventla á bátnum. Nýji báturinn heitir Østkapp. Báturinn er 10.99 metrar á lengd og mælist 18brúttótonn. Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V158 600hö tengd ZF500IV gír. Í bátnum er 20kw Rafstöð. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC, Olex og Simrad.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða með beitningavél. Línuveiðibúnaður kemur frá Mustad. Ísvél er frá Kælingu ehf. Lest bátsins rúmar 14stk 660lítra fiskikör. Trefjar í Hafnarfirði hafa verið duglegir í að smíða báta og bátarnir frá þeim hafa farið ansi víða um Evrópu, Norðmenn eru mjög duglegir við að kaupa báta þaðan og núna nýverið var nýr bátur afhentur til Noregs að því er kemur fram í frétt Aflafrétta.is
https://gamli.frettatiminn.is/17/11/2019/17-ara-og-keypti-ser-bat-og-kominn-i-blomlega-utgerd/