,,Enginn bóksali á Íslandi treysti sér til að selja bókina vegna hótana um refsiaðgerðir“
Var Verbúðin góð lýsing á kvótakerfinu?
,,Ég var að horfa á Kastljós þar sem voru álitsgjafar um Verbúðina og persónur. Strax þar kom fram röng greining á aðdraganda þess að sett var á kvótakerfi. Þar var bent á persónu sem átti að vera í gerfi Halldórs Ásgrímssonar, sem hefði barist fyrir stofnun kerfisins.
Það er röng greining. Halldór kom á þessum tíma inn í pólitíkina alveg blautur á bak við eyrun og var hent út í ormagrifju þegar Steingrímur Hermannsson skákaði sér óvænt til hliðar til að þurfa ekki að taka á sig þá ólgu sem LÍÚ hannaði og keyrði af hörku gegn Fiskifélagi Íslands, sem barðist fyrir að fiskveiðistjórnun yrði stjórnað af breiðara samfélagslegu sviði.
Á þessum mikilvægu mánuðum þegar öllu efnahagsumhverfi fiskveiða og vinnslu var umsnúið. Fiskifélaginu og fiskvinnslunni í landinu var kastað fyrir borð, þá var Halldór vart viðræðuhæfur vegna þekkingarskorts.
Ég tók mikinn þátt í þessu tímabili og eins og aðrir sem þar voru urðum iðulega varir við að Halldór var algjörlega varnarlaus ef Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍÚ var hvergi nálægur.
Kristján var nánast alltaf við hlið Halldórs fyrstu mánuðina. Ég ætti kannski að setja bókina mína um STJÓRNKERFI FISKVEIÐA Í NÆRMYND, inn á bloggið mitt svo fólk geti skoðað það sem enginn bóksali á Íslandi treysti sér til að selja vegna hótana um refsiaðgerðir. Það er efni í margar Verbúðir í geymslu hjá mér frá fyrstu 17 árum kvótakerfisins, sem ég hef verið að vinna úr.
Það gefur enginn sannleikann út en markmiðið var að skilja þetta eftir í aðgengilegu efni, fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar að lesa um þann raunveruleika sem gerðist. Það virðist lítið af honum hafa komið fram í Verbúð en ég skoða það fljótlega. Horfi þá á þættina og púnkta hjá mér hvað vantar í frásögnina.“ Segir Guðbjörn Jónsson.
Um lagasetningu á frjálsu framsali kvóta – Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem í þingsal voru greiddu atkvæði gegn frumvarpinu
Lög um frjálst framsal, sölu og leigu aflaheimilda / kvóta, voru samþykkt á Alþingi 5 maí árið 1990 en Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið (Samfylkingin og Vg síðar) voru í ríkisstjórn þá og samþykktu þessi lög. En síðast nefndu flokkarnir stofnuðu Samfylkinguna og Vinstri græna.
Mikill misskilningur er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið þessu kerfi á þrátt fyrir að í þeim flokki séu líklega flestir kvótagreifar og engum hefur dulist að flokkurinn hefur síðar varið kerfið með kjafti og klóm.
Þeir sem samþykktu lögin voru meðal annar á sínum tíma Ólafur Ragnar Grímsson sem var fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins og síðar forseti Íslands, Svavar Gestsson heitinn sem var þá menntamálaráðherra og faðir Svandísar Svavarsdóttur sem nú ræður yfir sjávarútvegsráðuneytinu. Jóhanna Sigurðardóttir sem var félagsmálaráðherra Alþýðuflokksins og síðar forsætisráðherra og Steingrímur J Sigfússon sem var Samgöngu og Landbúnaðarráðherra fyrir Alþýðubandalagið og síðar fjármálaráðherra og forseti Alþingis.
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem í þingsal voru greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.
http://www.althingi.is/altext/112/s/0609.html