Verslunarkeðjan IKEA hefur nú opnað sérstök bænaherbergi fyrir múslima í Svíþjóð og hefur það vakið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum þarlendis. Í Linköping og Västerås í Svíþjóð hafa verið sett upp skilti á ensku ”prayer room” og eru bænaherbergin við hliðina á skiltum sem vísa á salernin.
IKEA segir að bænaherbergin hafi verið sett upp vegna þess að IKEA vilji vera ”opið og bjóðandi” og að taka verði tillit til ólíkra hópa í þjóðfélaginu og að bænaherbergin séu ekki bara hugsuð sem bænarými heldur einnig sem herbergi til hvíldar og jafnvel fyrir konur til að gefa börnum brjóst.
Viðskiptavinir hafa brugðist misjafnlega við fréttum af bænaherbergjunum og segjast sumir vera hættir að versla við IKEA vegna þessa. Fjöldi athugasemda hafa verið skrifaðar á facebooksíðu IKEA.
Þar á meðal vekur viðskiptavinur athygli IKEA á því að um 6 milljónir svía séu í sænsku kirkjunni og spyr af hverju ekki séu fleiri bænaherbergi ef ætlunin sé að vera ”opin og bjóðandi” fyrir ólíka hópa í samfélaginu.