Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á fimmta tímanum í dag vegna átaka á milli skyldra aðila en lögreglan á Suðurnesjum segir að atvikið sé fjölskylduharmleikur.
Einn fjölskyldumeðlimur var handtekinn og annar var fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er viðkomandi aðili ekki mikið meiddur. Heimilisaðstæður höfðu farið úr böndunum en málið er í rannsókn hjá lögreglunni.
(Forsíðumynd er úr myndasafni).
Umræða