Suðurlandsvegi hefur verið lokað miðja vegu milli Sólheimajökulsvegar og Skógafoss vegna bílveltu. Fjórir voru í bílnum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið kölluð út í bráðaflutninga með fólkið.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Tilkynning barst til Neyðarlínunnar klukkan 9:53 í morgun.
Vinna stendur yfir á vettvangi og hefur suðurlandsvegi verið lokað á meðan á áðurnefndum vegarkafla. Í fyrstu var talið að sex manns hefðu verið farþegar í bílnum en svo kom í ljós að fjórir voru í honum, þrír fullorðnir og eitt barn. Ekki er vitað um stig meiðsla, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.