Veður – Vestfirðir
Norðaustan stórhríð (Appelsínugult ástand). 16 mar. kl. 19:00 – 17 mar. kl. 20:00
Norðaustan stormur eða rok, 20-25 m/s, með talsverðri snjókomu. Búast má við miklum skafrenningi með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður.
Hugleiðingar veðurfræðings
Áframhaldandi norðaustan stormur og hríð á norðvestanverðu landinu í dag, og við bætist hríðarveður á norður og norðausturlandi þegar líður á daginn. Einnig er útlit fyrir talsverða úrkomu syðst á landinu og með suðausturströndinni. Það er því full ástæða til að skoða vel færð og veður áður en lagt er af stað í ferðalög, þó komið sé fram yfir miðjan mars. Það dregur smám saman úr vindi og ofankomu á morgun, og verður víða hæg breytileg átt og stökku él annað kvöld, en þá herðir einnig á frosti.
Útlit er fyrir nokkuð rólegt veður á fimmtudag en á föstudag gæti dregið til tíðina með lægð sem ber með sér hlýindi og möguega rigningu á láglendi sunnan og vestanlands.
Spá gerð: 17.03.2020 06:10. Gildir til: 18.03.2020 00:00.
Spá gerð: 17.03.2020 06:10. Gildir til: 18.03.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 13-23 m/s og snjókoma um landið norðanvert síðdegis, hvassast á Vestfjörðum. Mun hægari vindur sunnantil og stöku él. Víða vægt frost.
Norðan 8-13 á morgun og dálítil él, en austlægari og snjókoma sunnanlands. Lægir annað kvöld, styttir upp að mestu og herðir á frosti.
Spá gerð: 17.03.2020 10:56. Gildir til: 19.03.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Víða léttskýjað, en stöku él á Vestfjörðum, við Breiðafjörð og einnig við suðurströndina um kvöldið. Frost 1 til 10 stig.
Á föstudag:
Gengur í sunnan 13-20 með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands og síðar rigningu við ströndina. Þurrt um landið norðaustanvert. Hlýnar í veðri, hiti 0 til 4 stig eftir hádegi. Hægari suðvestanátt vestanlands um kvöldið með éljum og kólnar aftur.
Á laugardag:
Suðvestan 8-15 og él. Snjókoma eða slydda austanlands framan af degi, en léttir til þar síðdegis. Víða vægt frost.
Á sunnudag:
Sunnan stormur og snjókoma eða slydda, en síðar talsverð rigning. Úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hlýnar í veðri, hiti 3 til 8 stig seinnipartinn.
Á mánudag:
Útlit fyrir hvassa suðvestanátt með éljum eða slydduéljum, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 17.03.2020 08:58. Gildir til: 24.03.2020 12:00.
Norðaustan 13-23 m/s og snjókoma um landið norðanvert síðdegis, hvassast á Vestfjörðum. Mun hægari vindur sunnantil og stöku él. Víða vægt frost.
Norðan 8-13 á morgun og dálítil él, en austlægari og snjókoma sunnanlands. Lægir annað kvöld, styttir upp að mestu og herðir á frosti.
Spá gerð: 17.03.2020 10:56. Gildir til: 19.03.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Víða léttskýjað, en stöku él á Vestfjörðum, við Breiðafjörð og einnig við suðurströndina um kvöldið. Frost 1 til 10 stig.
Á föstudag:
Gengur í sunnan 13-20 með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands og síðar rigningu við ströndina. Þurrt um landið norðaustanvert. Hlýnar í veðri, hiti 0 til 4 stig eftir hádegi. Hægari suðvestanátt vestanlands um kvöldið með éljum og kólnar aftur.
Á laugardag:
Suðvestan 8-15 og él. Snjókoma eða slydda austanlands framan af degi, en léttir til þar síðdegis. Víða vægt frost.
Á sunnudag:
Sunnan stormur og snjókoma eða slydda, en síðar talsverð rigning. Úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hlýnar í veðri, hiti 3 til 8 stig seinnipartinn.
Á mánudag:
Útlit fyrir hvassa suðvestanátt með éljum eða slydduéljum, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 17.03.2020 08:58. Gildir til: 24.03.2020 12:00.
Umræða