4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Menningarstarf á tímum samkomubanns

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kallað saman samráðshóp lykilaðila í menningarmálum um land allt til þess að vinna að því mikilvæga verkefni að halda uppi starfsemi listastofnana og safna við þær aðstæður sem skapast hafa í íslensku samfélagi. Samkomubann það sem nú hefur tekið gildi bitnar ekki síst á starfsemi menningarstofnana þar sem þær geta ekki haldið uppi hefðbundnu starfi. Hlutverk hópsins er að afla upplýsinga um viðbrögð stofnana sem og tryggja samráð og samstarf þeirra á milli. Fyrsti fundur hópsins fór fram í gær.
Samráðshópurinn er skipaður forstöðumönnum listastofnana og safna, fulltrúum frá safnaráði, Bandalagi íslenskra listamanna, miðstöðvum lista, landshlutasamtökum sveitarfélaga og Akureyrarbæjar.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:
„Það liggur fyrir að samkomubannið mun hafa víðtæk áhrif og ekki síst á menningarlífið. Menning er mikilvægur þáttur í lífi íslensku þjóðarinnar og því er brýnt að hlúa að henni. Fyrsti fundur samráðshópsins var afar fróðlegur og upplýsandi. Það er mikilvægt að eiga gott samtal við helstu lykilaðila í menningarlífinu til þess að stilla saman strengi á þessum óvissutímum. Það er ljóst að nú þurfa allir að sýna sveigjanleika og taka höndum saman.“