• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Miðvikudagur, 7. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Varnarmálaráðherrarnir ræddu viðbrögð vegna Úkraínu

ritstjorn by ritstjorn
17. mars 2022
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Stuðningur við Úkraínu og efling sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins var meginefni fundar varnarmálaráðherra bandalagsins sem fram fór í Brussel í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sat fundinn fyrir hönd Íslands.

Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, ávarpaði fundinn og greindi frá alvarlegri stöðu mála þar í landi og aðgerðum úkraínska hersins í kjölfar innrásar Rússlands 24. febrúar sl. Varnarmálaráðherrar Finnlands, Svíþjóðar og Georgíu sátu einnig fundinn, ásamt fulltrúa Evrópusambandsins.

„Bandalagsríkin eru sammála um að úkraínska þjóðin sýni einstakt baráttuþrek og hugrekki við hryllilegar aðstæður. Við styðjum öll við Úkraínu og það er einhugur um að efla þann stuðning enn frekar,“ segir utanríkisráðherra. „Ég lýsti á fundinum stuðningi íslensku þjóðarinnar og vilja Íslands til að styðja enn frekar við Úkraínu og úkraínsku þjóðina. Þá ljáði ég máls á mikilvægi þess hugað sé að vörnum gegn kynbundnu ofbeldi sem er ein af mörgum hryllilegum birtingarmyndum stríðsátaka og neyðarástands.“

Atlantshafsbandalagið hefur aukið viðbúnað sinn vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, einkum í bandalagsríkjunum í austri. Á fundinum í dag var ákveðið að móta tillögur um eflingu sameiginlegra varna bandalagsins til framtíðar og verða þær lagðar fyrir fundi varnarmálaráðherra bandalagsins í júní.

„Hin ólöglega og óforsvaranlega innrás Rússlands í Úkraínu hefur gjörbreytt mati bandalagsþjóða á umhverfi öryggis- og varnarmála. Um þessar mundir fer alls staðar í álfunni fram endurmat á varnarviðbragði í ljósi þessara grafalvarlegu stöðu. Þetta er dapurleg þróun sem við verðum þó að horfast í augu við af yfirvegun og raunsæi. Viðbúnaður og varnargeta bandalagsins munu þurfa að taka mið af því,“ segir utanríkisráðherra.

Þórdís Kolbrún ræðir við Mariusz Błaszczak, varnarmálaráðherra Póllands

Discussion about this post

  • ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Líkfundurinn við Borgarnes

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Árni Johnsen er látinn

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Viltu fá útborgað í evrum?

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Vann 78 milljónir í Lottóinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?