Hugleiðingar veðurfræðings
Suður af Reykjanesi er víðáttumikil og hægfara lægð og frá henni liggur mikið úrkomusvæði yfir landið. Á norðvestanverðu landinu, frá Snæfellsnesi norður að Skaga er norðaustan hvassviðri eða stormur með snjókomu og hita um og undir frostmarki og því víða vont ferðaveður á þessum slóðum, einkum til fjalla. Sunnanlands og á Austfjörðum er hlýrra og þar er úrkoman í formi rigningar.
Á morgun er það sama lægðin sem stjórnar veðrinu hjá okkur. Spár gera ráð fyrir að norðaustanstrengurinn af stormstyrk verði ennþá yfir Vestfjarðakjálkanum og snjókoma með. Annars staðar á landinu er mun rólegri vindur, austlægur kaldi eða stinningskaldi og rigning eða slydda með köflum. Spá gerð: 17.03.2024 16:00. Gildir til: 18.03.2024 00:00.
Appelsínugul viðvörun vegna veðurs: Vestfirðir – Meira
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 15-23 m/s á Norðvestur- og Vesturlandi, annars mun hægari vindur. Snjókoma eða slydda og hiti nálægt frostmarki, en rigning sunnanlands og á Austfjörðum með hita 2 til 7 stig.
Norðaustan 18-25 á Vestfjörðum á morgun með snjókomu. Austlæg átt 5-13 annars staðar og rigning eða slydda með köflum. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 17.03.2024 15:29. Gildir til: 19.03.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 8-15 m/s og él, en úrkomulítið á Austurlandi. Norðaustan 15-23 og snjókoma á Vestfjörðum, en fer að draga úr vindi og ofankomu þar síðdegis. Hiti í kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 5-10 m/s og sums staðar lítilsháttar væta en léttir til er líður á daginn. Minnkandi norðaustanátt á Vestfjörðum og snjókoma með köflum. Hiti kringum frostmark, en kólnar um kvöldið.
Á fimmtudag:
Austlæg átt og hlýnar sunnantil með slyddu eða rigningu. Lengst af úrkomulítið norðanlands og frost 0 til 7 stig.
Á föstudag:
Norðaustlæg átt og dálítil él, en slydda með köflum á Suður- og Vesturlandi. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn.
Á laugardag:
Breytileg átt og él á víð og dreif. Hiti um eða undir frostmarki.
Spá gerð: 17.03.2024 07:54. Gildir til: 24.03.2024 12:00.