-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Er svona "greining" á blaðamönnum algeng hjá stjórnmálaflokkum?

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Er svona „greining“ á blaðamönnum algeng hjá stjórnmálaflokkum?


Á mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins, er að finna í dag umhugsunarverða frétt um málaferli á milli Framsóknarflokksins og fyrirtækis á sviði almannatengsla.
Þar segir m.a.:  ,,Þá kemur einnig fram, að eiginmaður borgarfulltrúa hafi verið fenginn til að framkvæma greiningu á því „hvaða blaðamenn voru skrifa hvað“ og „hverjir hefðu verið Sigmundi Davíð (Gunnlaugssyni) erfiðastir“.

,,Þetta eru óneitanlega fróðlegar upplýsingar. Ætli svona „greining“ á skrifum blaðamanna og hverjir eru tilteknum stjórnmálaleiðtogum „erfiðastir“ sé algeng meðal stjórnmálaflokka á Íslandi? “ Segir Styrmir Gunnarsson f.v. Ritstjóri Morgunblaðsins.
,,Nú liggur ekkert fyrir um það hvort svo sé en svo virðist hafa verið í þessu tilviki.
Hver ætli sé tilgangurinn með svona „greiningu“ á blaðamönnum?
Hvað ætli sé gert við svona upplýsingar?
Í kvikmyndinni The Post, sem vitnað var til hér á síðunni í gær, kemur fram hvernig þáverandi Bandaríkjaforseti ærðist yfir skrifum Washington Post og hótaði því að blaðamenn frá því blaði mundu aldrei aftur fá að stíga fæti inn í Hvíta Húsið!
Er verið að búa til eins konar svartan lista yfir einstaka blaðamenn?
Það verður fróðlegt að sjá hvernig blaðamannastéttin bregst við þessum upplýsingum og hver viðbrögð Blaðamannafélags Íslands verða?
Einhverjir úr þeim hópi hljóta að spyrja spurninga.“ Segir Styrmir Gunnarsson.
Tengt efni:
https://frettatiminn.is/2018/16/04/post-thorf-aminning-um-mikilvaegi-frjalsra-fjolmidla/