Uppfært: Sindri Þór Stefánsson, sem strauk af Sogni í nótt, fór úr landi á fölsuðum skilríkjum í morgun.
RÚV greinir frá þessu og vitnar í Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Sindri er sagður hafa komist af landi brott um svipað leyti og lögreglan fékk tilkynningu um flótta hans úr fangelsinu um klukkan átta í morgun.
Ólafur Helgi vill ekki veita upplýsingar um hvert Sindri fór en heimildir RÚV herma að hann hafi farið til Evrópu.
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni en hann strauk frá fangelsinu að Sogni nótt kl.01.00
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að Sindri hafi sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar s.l. vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði.
„Sindri er í þróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýung og er 192 cm á hæð. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum strauk Sindri frá Sogni kl. 01:00. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því kl. 01:00 í nótt eru beðnir um að koma þeim upplýsingum á framfæri við Lögregluna.“