Skýrsla starfshóps um gögn og aðferðir til grundvallar jöfnun launa milli markaða
Samráðshópur, sem falið var að meta tölfræðigögn og aðferðir sem þurfa að liggja til grundvallar við jöfnun launa, hefur skilað skýrslu.
Hópurinn var stofnaður til aðundirbúa vinnu í tengslum við samkomulag BHM, BSRB, KÍ, ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2016 um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna, en í samkomulaginu er fjallað um jöfnun launa.
Þar segir m.a. að huga þurfi sérstaklega að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar.
Samráðshópnum var m.a. falið að kortleggja launagögn, launamyndunarkerfi, launahugtök o.fl. sem máli skiptir við launasamanburð og kynna sér tilhögun þessara mála í nágrannalöndum okkar.
Meginniðurstaða hópsins er að á Íslandi þurfi að taka upp samræmda gagnasöfnun að norskri fyrirmynd.
Í hópnum sátu Gunnar Stefánsson, tölfræðingur, sem gegndi formennsku, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, fostöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, varaformaður, Halldóra Friðjónsdóttir, sérfræðingur á kjara- og mannauðssýslu ríkisins, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðherra, Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur, tilnefndur af KÍ, Guðfinnur Þór Newman, viðskiptafræðingur, tilnefndur af BHM, Krisitnn Bjarnason, hagfræðingur, tilnefndur af BSRB og Margrét Sigurðardóttir, sérfræðingur á kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, tilefnd af sambandinu.
Skýrsla samráðshóps um gögn og aðferðir til að jafna laun milli almenns og opinbers vinnumarkaðar
Umræða