• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Föstudagur, 9. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Allt að 15 stiga hiti fyrir austan í dag

ritstjorn by ritstjorn
17. apríl 2020
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Lægð er stödd við Hvarf syðst á Grænlandi og strekkingssunnanáttin hennar beinir hlýju og röku lofti að landinu. Súld eða dálítil rigning sunnan og vestanlands í dag, en þurrt norðan- og austantil. Þar sem lítill raki er í lofinu á þeim slóðum má búast við hlýju veðri, hiti er nú þegar kominn í 11 stig á Siglufirði og síðar í dag verður hitnn víðar yfir 10 stig, jafnvel 15 stig á Austurlandi. Helur svalara þó í úrkomunni, víða 4 til 9 stig.
Bætir heldur í sunnanáttina á morgun og áfram hlýtt veður, en snjónum líkar ekki sérstaklega við þessi hlýnindi. Hann mun bráðna nokkuð hratt og því útlit fyrir talverðar vorleysingar norðan- og austanlands. Kalt loft er þó ekki langt undan og útlit fyrir að það gangi inn á norðvestanvert landið síðdegis á morgun með slyddu og snjókomu annað kvöld, en áfram hlýtt annarstaðar.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan 8-15 m/s og súld á köflum, en hægari vindur og bjatviðri austanlands. Suðaustan 10-18 í nótt og á morgun og víða rigning, en áfram þurrt um landið norðaustanvert. Snýst í hæga norðlæga átt með slyddu norðvestantil annað kvöld. Hiti 6 til 14 stig að deginum, hlýjast með norðausturströndinni, en svalara á Vestfjörðum á morgun.
Spá gerð: 17.04.2020 04:29. Gildir til: 18.04.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Sunnanátt, víða 10-15 m/s. Bjartviðri norðaustantil á landinu, en súld eða dálítil rigning sunnan- og vestanlands. Lægir um vestanvert landið um kvöldið. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast norðanlands.
Á sunnudag:
Suðlæg átt, 8-15 m/s og víða rigning eða súld, en þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 10 stig, kaldast norðvestantil.
Á mánudag:
Fremur hæg suðlæg átt en suðaustan 8-13 suðvestantil. Rigning eða súld með köflum en bjart veður norðanlands. Hiti víða 5 til 10 stig.
Á þriðjudag:
Fremur hæg suðaustanátt og dálítil væta en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag og fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):
Hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Milt í veðri.
Spá gerð: 16.04.2020 21:01. Gildir til: 23.04.2020 12:00.
 

  • Laxeldisstöð sektuð um 21,6 milljón fyrir dýraníð

    Laxeldisstöð sektuð um 21,6 milljón fyrir dýraníð

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Tálmunarofbeldi mæðra

    209 shares
    Share 209 Tweet 0
  • Dæmd fyrir að saka mann um nauðgun

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þetta er alger klikkun – 500.000 krónur fyrir venjulegt fólk á ári“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Samgöngustofa hættir innheimtu bifreiðagjalda

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?