Þrír miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 1.1 milljarð króna, einn vinningshafi er í Þýskalandi, einn í Finnlandi og einn í Slóvakíu. Ellefu voru með 3. vinning og fá 16,7 milljónir, þeir miðar voru keyptir í eftirtöldum löndum; einn í Danmörku, tveir í Finnlandi, tveir í Póllandi og sex í Þýskalandi. Fyrsti vinningur um 14 milljarðar, gekki ekki út að þessu sinni.
Þrír voru með fjórar réttar tölur í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna voru keyptir hjá N1, annar á Reyðarfirði og hinn við Bíldshöfa í Reykjavík. Sá þriðji var keyptur í Aðal-Braut í Grindavík.
Umræða