Daganna 26-28. júlí mun veiðifélagið Fish Partner vera með skemmtilega pakkaferð fyrir veiðifélaga sína þar sem áhersla er lögð á að ná hinni svokölluðu „Grand Slam“, það er að segja að veiða alla þrjá laxfiskana; lax, bleikju og urriða. Veitt verður á fimm frábærum svæðum, Þrastarlundarsvæðinu í Soginu, Efri Brú í Úlfljótsvatni, Kaldárhöfða í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni, Villingavatnsárósi á Þingvöllum og Villingavatni.
Fararstjóri ferðarinnar er reynsluboltinn og veiðisjúklingurinn Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson en hann þekkir svæðin afskaplega vel. Því um að ræða frábært tækifæri fyrir veiðimenn til þess að kynnast og læra betur á þessi skemmtilegu svæði.
Hópurinn mun gista á tjaldsvæðinu í Þrastarlundi og mun matreiðslumaðurinn Örvar Bessason sjá um að grilla ljúfengar máltíðir ofan í liðið. Lofað verður mikilli stemningu en í lok ferðar munu verðlaun vera veitt þeim sem ná í hina vandfundnu „Grand Slam“ þrennu. V
Mynd.Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson með lax
Mynd. Urriði úr Villingavatnsárósi