6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Farbann yfir Gylfa framlengt fram í júlí

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, verður áfram laus samkvæmt skilyrðum og í farbanni fram til 16. júlí. Hann hefur þá verið í farbanni í ár.
Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu Rúv. 

Gylfi var eins og kunnugt er handtekinn þann 16. júlí 2021 en hefur ekki verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum af lagalegum ástæðum. Engar upplýsingar hafa fengist um hvers eðlis brotið er, annað en að það snúist um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Þá kemur fram að hann átti í fyrstu að vera laus en í farbanni fram í október, en það var svo framlengt til 16. janúar. Lögreglan á Manchester-svæðinu framlengdi það svo um þrjá daga. Farbannið var þá framlengt um þrjá mánuði og svo nú aftur um aðra þrjá mánuði.

Gylfi Þór hefur ekki verið valinn í íslenska landsliðið eftir að málið kom upp. Þá er hefur hann ekki verið í þeim leikmannahópi Everton sem er gjaldgengur í ensku úrvalsdeildinni. Samningur hans við Everton rennur út í sumar.