2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Humarveiðin hefur verið frekar dræm

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Humarveiðin hefur verið frekar dræm

 „Humarbátarnir, Brynjólfur og Drangavík lönduðu á mánudaginn og landa svo aftur í lok vikunnar,“ sagði Sverrir Haraldsson sviðstjóri Bolfisks hjá Vinnslustöðinni í samtali við Eyjafréttir þegar við athugun á stöðinni hjá þeim og sagði að humarveiðin hafi verið frekar dræm en talsvert af öðrum afla sem væri að veiðast með.
„Sleipnir er enn á netum en veiðin hefur farið minnkandi, vertíðarfiskurinn er allur farinn af svæðnum hér í kring eins og alltaf gerist á þessum árstíma. Þeir nota næstu daga til að reyna að veiða löngu en svo er stefnt að því að áhöfnina fari yfir á Kap II sem fer á grálúðuveiðar eins og í fyrra. Sindri landaði á mánudaginn fullfermi, það var blanda af karfa, þorski og ufsa. Það hefur verið góður afli hjá þeim, sérstaklega hefur verið góð karfaveiði,“ sagði Sverrir.
Breki í prufutúr
Á mánudaginn var svo farin prufutúr á Breka VE. „Farið var austur fyrir Eyjar og gerðar ýmsar prufur á vél- og spilbúnaði. Það er skemmst frá því að segja að allt gekk vel og allur búnaður sem prófaður var virkaði eins og til var ætlast. Vissulega er eitt og annað sem þarf að laga og stilla en það er bara eins og við er að búast,“ sagði Sverrir.
Kolmunnaveiðum er lokið í bili
Í fiskvinnslunnu er verið að vinna humar og ferskar afurðir auk saltfiskvinnslu sagði Sverrir. „Við höfum undanfarið pakkað miklu magni af saltfiski sem framleiddur var á vertíðinni og erum að skipa því jafnóðum út til Portúgal sem er okkar aðalmarkaður fyrir saltfisk.
Kolmunnaveiðum er lokið í bili þar sem búið er að veiða það sem heimilt er innan færeyskar lögsögu. Það kemur svo í ljós hvort farið verður aftur á kolmunna í júní eða hvort það verði markíll sem taki næst við.
Uppsjávarskipin eru nú komin í slipp
Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu sagði í samtali við Eyjafréttir að Bolfiskskipin hafi verið að fiskað ágætlega undanfarið og halda uppi vinnslu á Þórshöfn og í Vestmananeyjum. „Uppsjávarskipin eru nú komin í slipp, Sigurður á Akureyrar en Heimaey og Álsey eru í slipp í Reykjavík.“