Konan sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi, vestan við Markarfljót, í gærdag hét Helga Haraldsdóttir.
Hún var 49 ára og búsett á bænum Núpakoti undir Eyjafjöllum. Helga lætur eftir sig eiginmann, tvö börn og eitt barnabarn. Sveitungar fjölskyldunnar halda bænastund í Eyvindarhólskirkju í kvöld klukkan 20.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.
Umræða