Skattrannsókn – Airbnb krafið um upplýsingar 10 ár aftur í tímann
Skattrannsóknarstjóri Þýskalands hefur óskað eftir hjálp yfirvalda í Írlandi (heimaland Airbnb í Evrópu) að fá öll gögn um greiðslur Airbnb til fasteignaeigenda 10 ár aftur í tímann afhentar vegna gruns um skattundanskot í löndum í Evrópu.
Talið er líklegt að írsk yfirvöld muni útvega þýskum yfirvöldum gögnin fljótlega og munu skattyfirvöld í kjölfarið herja á óheiðarlega húseigendur um allt Þýskaland.
Um fordæmisgildandi afgreiðslu gæti verið um að ræða og Airbnb þá einnig skylt að senda sömu upplýsingar um íslenska aðila sem að leigja út í gegum fyrirtækið Airbnb en Skattrannsóknarstjóri hefur nefnt það að í þeim flokki kunni að leynast mikið um undanskot í ferðaiðaði hér á landi.
Það var þýska fréttablaðið Zeit sem að skýrði frá málinu : https://www.zeit.de/wirtschaft/2018-05/homesharing-airbnb-steuerhinterziehung-vermieter-finanzamt?wt_zmc=sm.ext.zonaudev.fb-messenger.ref.zeitde.share.link.x