Skýrslutökur yfir skipstjóra og stýrimanni flutningaskipsins Longdawn halda áfram í dag. Þeir voru fluttir til Keflavíkur í gærkvöld. Þeir eru grunaðir um að hafa yfirgefið slysstað eftir að strandveiðibátnum Höddu hvolfdi í fyrrinótt.
Skipstjóri og annar stýrimaður flutningaskipsins Longdawn, sem grunur leikur á að hafi siglt á strandveiðibátinn Höddu út af Garðskaga í fyrrinótt, voru fluttir til Keflavíkur í gærkvöldi að sögn ríkisútvarsins.
Þetta segir Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í viðtali, en rannsókn sjóslyssins er á forræði lögreglunnar á Suðurnesjum. Tveimur skipverjum, stýrimanni og háseta var sleppt eftir skýrslutökur í gær.
Umræða