Eftirfarandi eru helstu mál næturinnar samkvæmt dagbók lögreglu. Listinn er ekki tæmandi. 86 mál skráð frá 17:00 í gær.
Stöð 1
01:12 Tilkynnt um par sem var að brjóta rúðu í sameign fjölbýlishúss. Parið fannst skömmu síðar á bifreið og var þá handtekið vegna málsins. Við vinnslu málsins kom í ljós að annar aðilinn var með vopn og fíkniefni meðferðis auk þess að vera grunaður um fleiri brot. Sá var vistaður í fangaklefa á meðan málið væri í rannókn.
Stöð 3
03:17 Tilkynnt um þjófnað utan við vinnusvæði fyrirtækis en þar hafði hjóli verið stolið. Lögregla hafði grun um hver gæti verið þar að verki og fannst hjólið skömmu síðar utan við heimili viðkomandi. Málið er í rannsókn.
Umræða