Arnar Þór Jónsson skaut á Katrínu Jakobsdóttur vegna brota hennar á stjórnarskrá vegna vopnakaupa: Arnar sagði varðandi Úkraínu, að þá hefði það verið með öllu, óforsvarnlegt, að ákvörðun hafi verið tekin um vopnakaup og að Ísland sem er herlaust og hlutlaust land sé að taka þátt í stríðsrekstri án þess að nokkur umræða hefði farið fram um það. Slík mál eigi að ræða á ríkisráðsfundi sem að forseti Íslands ætti sæti ásamt ríkisstjórn.
Slík vopnakaup ættu ekki að eiga sér stað af hálfu Íslands nema að undangenginni mjög nákvæmri rannsókn og ítarlegri umræðu um nauðsyn þess að íslenskir skattgreiðendur borgi hundruði milljóna í vopnakaup.
Það er grafalvarlegt mál að slíkar fjárhæðir séu teknir úr vösum íslenskra skattgreiðenda, jafnvel án heimildar. ,,Þetta er grafalvarlegt mál“ Sagði Arnar. Samkvæmt frétt hér að neðan, er um það að ræða að Katrín Jakobsdóttir hafi brotið stjórnarskránna með athæfi sínu.
Halla Tómasdóttir tók undir með Arnari og sagði ,,Það kom mér mjög á óvart að heyra af þessum vopnakaupum og ég upplifi það um allt land að það hafi komið þjóðinni á óvart. Þá sagði hún að það væri annað að vera i varnarbandalagi en að taka þátt í hernaði með vopnakaupum.
Það væri hægt að senda sjúkragögn og gervilimi frá Össuri t.d. og margt fleira í þeim dúr. ,,Við hefðum getað gert eitthvað með mennsku og frið að leiðarljósi í stað þess að taka beinan þátt í stríði“
Þá sagðist Katrín Jakobsdóttir ekki vera í þjóðkirkjunni en taldi það ekki skipta máli fyrir embætti forseta Íslands. Arnar Þór Jónsson sagði að forseti væri samkvæmt stjórnarskránni, sérstakur verndari þjóðkirkjunnar og að þjóðkirkjan hefði sérstaka stöðu innan íslenskrar menningar sem hefði mótað siði og lög hér í þúsund ár og rúmlega þar. Við hefðum margt þangað að sækja varðandi siðferði og gildismat og annað slíkt.
Sex efstu forsetaframbjóðendurnir samkvæmt könnunum mættust í kappræðum á Stöð 2. Kappræðurnar voru í beinni útsendingu og opinni dagskrá
Katrín Jakobsdóttir sökuð um að hafa brotið stjórnarskrá Íslands vegna vopnakaupa
Guðni Th. Jóhannesson lofar að svara fyrirspurn um málið – Ákvörðun án aðkomu Alþingis, forsætisráðherra og forseta er brot á stjórnarskrá Íslands
Frumvarp Katrínar um að gefa firði Íslands – Nýtt gjafakvótakerfi