3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Bankinn dæmdur fyrir að vara fólk ekki við því að taka erlent lán – Bankinn beri ábyrgð, ekki lánþeginn

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Bankanum ber að endurgreiða hjónunum u.þ.b. 20 milljónir króna og 7.5 milljónir í kostnað. Bankinn varaði fólkið ekki við áhættu á láni i erlendum gjaldmiðli. Bankinn ber ábyrgð á því, ekki lánþeginn


Tone og Svein Henjesand hafa í héraðsdómi Sunnmøre fylki í Noregi, unnið málsókn gegn Nordea bankanum, eftir að hafa tekið lán í erlendri mynt. En gjaldeyrislánið sem þau fengu frá bankanum var tekið vegna kaupa á sumarbústað í Frakklandi.
Hjónin tóku lán í bankanum sem að var 2,5 milljónir norskar krónur, árið 2008 en eftir mikla styrkingu gjaldmiðilsins en á næstu árum var lánsfjárhæðin komin í rúmlega 4,1 milljónir norskar krónur.
Héraðsdómur hefur nú dæmt Nordea bankann til þess að greiða hjónunum 1,5 milljónir króna norskar í bætur, sem nemur tapinu af lántökunni. En í íslenskum krónum eru það um 20 milljónir.


,,Viðskiptavinir mínir eru mjög ánægðir með niðurstöðuna, sagði lögfræðingurinn, Jón-Andreas Lange frá Dalan lögmannsstofu.“
,,Við höfum bara nýlega fengið úrskurðinn og munum skoða málið núna. Þá munum við jafnvel skoða áfrýjun, segir Christian Steffensen í Nordea bankanum í Noregi.“
Í dómnum bendir dómstóllinn á að hjónin hafi vitað að gjaldmiðlalán gæti falið í sér hættu á tapi vegna sveiflu á gjaldmiðlum.  Hins vegar telur héraðsdómur að Nordea bankinn hafi verið ábyrgur fyrir að veita betri ráðgjöf varðandi lánasamninginn.
Hér eru m.a. þrjár ástæður fyrir að lánasamningurinn var ófullnægjandi:

1. Svein og Tone höfðu áður tilkynnt Nordea um að þau vildu fjárfestingar með lága til, í meðallag áhættu. Á sama tíma er taka erlendra lána mjög áhættusöm, samkvæmt dómi, sem telur að samningurinn hafi verið í andstöðu við óskir Sveins og Tone. Dómstóllinn benti einnig á að neytendasamtökin hafi áður sagt að lán í erlendum gjaldmiðlum skuli ekki vera lánuð almennum neytendum.
2. Dómstóllinn telur að gjaldmiðilalánið ætti að vera í lágmarki vegna þess að hjónin áttu ekki nóg af peningum til að standa við eingreiðslu á lánsfjárhæðinni ef gjaldmiðillinn mundi styrkjast – eitthvað sem gæti alltaf gerst.
3. Þar að auki voru nokkrir þættir með lánshæfiseinkum Nordea sem leiddu til „óskiljanlegrar og óþarfa“ aukningar á verulegri áhættu, að mati dómstósins. Þeir benda til þess að lán í erlendri mynt í evrum – frekar en svissneskum frönkum – hefði dregið úr áhættunni, en að það ekki kynnt lántaka, af starfsfólki Nordea banka.
Lánið í erlendri mynt var framkvæmt á þeim tíma þegar fjármálamarkaðir voru órólegir og vísað var til Lehman Brothers hrunsins í Bandaríkjunum sem varð um það bil á sama tíma.

Dómstóllinn telur að Nordea hefði átt að meta gjaldeyrulánið algerlega óhæft fyrir hjónin og að bankinn hafi með því að gera það ekki, brotið gegn lögum nr. 47. sem eru lög um fjármálasamninga í Noregi.
Þar segir að ef þú ert að íhuga að gera lánasamning við banka og fjármálastofnanir, að þá verði bankinn að vita það að þú ættir sennilega að forðast samninginn vegna áhættu og þá verður bankinn að ráða þér frá því að undirrita slíkan lánasamning og allt ferlið verður að vera skriflegt við gerð lánasamninga.
Steffensen, lögmaður Nordea bankans vill ekki tjá sig um málið og hefur ekki frekari athugasemdir um það. Auk bóta að fjárhæð 20 milljóna íslenskra króna er Nordea gert að greiða hjónunum 7.5 milljónir í málskostnað.