PITTSBURGH – Rob Rogers gekk til liðs við Pittsburgh Post-Gazette sem ritstjóri teiknimynda í blaðinu, árið 1993 og í mörg ár hafa teiknimyndir hans komið fram í blaðinu fimm daga í hverri viku. En hann segir að í lok maí, hafi þær byrjað að hverfa úr blaðinu og útgefandinn hætt að birta þær.
Á rúmlega viku, hafi sex þeirra hefðu verið fjarlægðar, sagði Rogers, þar af ein þeirra, eftir að myndin hafði verið sett á síðu fyrir prentun blaðsins. Fyrsta teiknimyndin sem Mr Rogers birti á samfélagsmiðlum og á heimasíðu sinni, lýsti forsetanum Donald Trump við að setja krans á gröf, þar sem segir “Truth, Honor, Rule of Law.”
Undanfarna þrjá mánuði, sagði Rogers að 19 af teiknimyndum hans hafi verið hafnað af ritstjóranum, Keith Burris eða útgefandanum John Robinson Block. Rogers fékk engar skýringar á því hvers vegna teiknimyndirnar voru ekki samþykktar.
,,Ég fann að þeir voru að setja mér stólinn fyrir dyrnar gagnvart starfi mínu, sagði Rogers, ég held að þeir hafi örugglega verið að reyna að senda mér skilaboð,“ bætti hann við. Það virtist eins og þeir hafi verið að reyna að koma mér úr því starfi sem að ég hef haft hjá blaðinu í áratugi.“ Á fimmtudaginn voru grunsemdir hans staðfestar þegar hann var rekinn á fundi með lögmönnum blaðsins. ,,Þeir sögðu; Þetta er síðasta daginn þinn, sagði Rogers. ,,Þetta var eins og í kvikmyndum sem þú sérð í sjónvarpinu, þar sem löggan þarf að afhenda merkið sitt og byssuna sína, og ég var bara hræddur um að þeir myndu líka biðja mig um pennann minn.“
Ritstjóri blaðsins, sagði The Post-Gazette hafa boðið Rogers að halda áfram að vinna sem sjálfstæður verktaki, en Rogers hafi hafnað því boði.
Í janúar birti Post-Gazette og The Toledo Blade, ritstjórnargreinina „Reason as Racism“ þar sem að fjallað var um Trump um innflytjendamál og lýsingu hans á löndum eins og Haítí og Afríku. Í mars var Burris skipaður sem ritstjóri en hann hefur síðan skrifað nokkrar ritstjórnargreinar sem lofuðu forsetann í bak og fyrir. Burris sagði á föstudag að hann gæti verið hugsanlega meira til hægri en Rogers, en að markmið hans væri að tryggja að The Post-Gazette væri sjálfstætt og hugsi í nálgun sinni, án hugmyndafræði og ásetnings.
Við sögðum aldrei að Trump teiknimyndir væru bannaðar en Trump teiknimynd á hverjum degi er ekki áhugaverð lesning fyrir lesendur, og ekki heldur fyndið. Burris bætti við að hlutverk hans í sumum breytingum á ritstjórninni hafi verið ranglega túlkaðar.
Í fréttatilkynningu á föstudagskvöld var í yfirlýsingu ritstjórans og stjórnar blaðsins lýst yfir „þakklæti og ástúð“ til Rogers. ,,Það hefur aldrei verið ætlunin að þagga eða bæla hann Rogers niður. Við munum aldrei biðja hann um að brjóta í bága við samvisku sína. Frekar höfum við reynt að taka þátt í verkum hans í samvinnu. „
,,Ef að myndir eins og Rogers hefur verið að teikna, hætta að birtast og skortur er á teiknimyndum á ritstjórnarsíðum. Þá er það ógn við tjáningarfrelsi og tilvist frjálsrar og opinrar markaðs hugmynda,“ sagði Pat Bagley, forseti Samtaka bandarískra ritstjórnarkennara, í yfirlýsingu sinni.
Rogers sagði að verk hans mundu áfram birtast í lýðræðislega þenkjandi fjölmiðlum. Hann hefur áætlanir um önnur verkefni. .. Ég get ímyndað mér að á næstu árum, verði Trump áfram forseti, að ég muni ekki hafa hann á teikniborðinu mínum alla daga“ sagði hann.