3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Sjö ára fangelsi fyr­ir brot gegn barna­börn­um

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Lands­rétt­ur hef­ur dæmt karl­mann um átt­rætt sem var sak­felld­ur fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn þrem­ur barna­börn­um sín­um í 7 ára fang­elsi


Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra dæmdi mann­inn í fjög­urra ára fang­elsi í júlí í fyrra.
Maður­inn braut gegn þrem­ur dætra­dætr­um sín­um þegar þær voru á barns­aldri og um var að að ræða gróf og al­var­leg brot gagn­vart stúlk­un­um fram­in í skjóli trúnaðar­trausts sem þær báru til afa síns.
Þá voru brot­in verið mar­g­end­ur­tek­in og fram­in á um tíu ára tíma­bili. Lands­rétt­ur seg­ir að vilji af­ans til að brjóta gegn stúlk­un­um hafi verið sterk­ur og ein­beitt­ur.
Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hefði ekki áður sætt refsingu en að hann væri sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur dætradætrum sínum þegar þær voru á barnsaldri.
Hann var enn­frem­ur dæmd­ur til að greiða tveim­ur stúlk­um skaðabæt­ur, 3.000.000 króna hvorri um sig.
Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér