Landsréttur hefur dæmt karlmann um áttrætt sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum sínum í 7 ára fangelsi
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í fjögurra ára fangelsi í júlí í fyrra.
Maðurinn braut gegn þremur dætradætrum sínum þegar þær voru á barnsaldri og um var að að ræða gróf og alvarleg brot gagnvart stúlkunum framin í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til afa síns.
Þá voru brotin verið margendurtekin og framin á um tíu ára tímabili. Landsréttur segir að vilji afans til að brjóta gegn stúlkunum hafi verið sterkur og einbeittur.
Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hefði ekki áður sætt refsingu en að hann væri sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur dætradætrum sínum þegar þær voru á barnsaldri.
Hann var ennfremur dæmdur til að greiða tveimur stúlkum skaðabætur, 3.000.000 króna hvorri um sig.
Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér