Þjóðhátíðardagskráin hefst formlega á Austurvelli klukkan 11 í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. Þá mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lesa upp hátíðarávarp og að því loknu flytur Fjallkonan ljóð.
Á sama tíma er boðað til mótmæla gegn þriðja orkupakkanum sem að einungis 13% þjóðarinnar er mjög sammála um að innleiða skv. könnun og segir í tilkynningu frá mótmælendum þá er lögð áhersla á að mæta tímanlega til þess að ná góðu plássi á þessari samkomu.
Tilkynnig innan mótmælahópsins hljóðars svo: ,,Það verður mótmælastaða á Austurvelli á meðan hátíðarhöldin eru sem byrja klukkan 11:00. Gott að vera mætt aðeins fyrr, eða upp úr 10:30. Allir að mæta“
Frá klukkan 14 til 18 í dag verða Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg, Alþingi, Hæstiréttur Íslands, Héraðsdómur Reykjavíkur, Seðlabanki Íslands og Hafrannsóknastofnun opin almenningi. Þá verður einnig ókeypis aðgangur að Þjóðminjasafninu milli klukkan 10 og 17 þar sem mennta- og menningarmálaráðherra, opnar Stofu, nýtt fjölskyldu- og fræðirými í safninu. Auk þess munu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hefja átaksverkefni til fimm ára um þverfaglegar rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda.
Landssamband bakarameistara hefur hannað 75 metra langa Lýðveldisköku sem standa mun gestum og gangandi til boða í dag.
Í Hljómskálagarði verða haldnir stórtónleikar milli klukkan 14 og 17 þar sem fjölmargir þjóðþekktir listamenn koma fram. Á sama tíma verða brúðubíllinn og Sirkus Íslands með sýningu auk þess sem hoppukastalar verða á svæðinu.
Dagskrá 17. júní í Reykjavík