,,Hér var 100% samstaða eftir að við vorum sviknir um samninga og laun okkar lækkuð um 35% án samtals, þannig við settum hnefann í borðið“
,,Ég verð að segja að í dag er ég ótrúlega stoltur af því að vera partur af áhöfn Berglín Gk 300, hér var 100% samstaða eftir við vorum sviknir um samninga og laun okkar lækkuð um 35% án samtals þannig við settum hnefann í borðið og sögðum hingað og ekki lengra, við gáfum útgerðinni möguleika á því að gera hreint fyrir sínum dyrum og þá fyrst skyldum við halda til veiða. Þeir tóku ekki þann möguleika þannig við erum að sigla skipinu heim og förum ekki til veiða aftur þangað til að spilað verður eftir reglum aftur.“
Segir Ingi Thor sem er skipverji á rækjuskipinu Berglín GK 300 sem siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur með tóma lest. Þegar launin voru greidd á mánudag kom í ljós að þau voru 35% lægri en samningar gera ráð fyrir. Skipverjar samþykktu allir sem einn að fara ekki til veiða nema 35% lækkun á umsömdum launum yrði leiðrétt. Ingi Þór, fyrsti stýrimaður Berglínar, segir áhöfn skipsins hafa heyrt af því á föstudag að útgerðin ætlaði ekki að gera upp samkvæmt samningi við skipverja.
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10164146920245422&set=a.10150552398175422&type=3&theater