Á sautjánda júní er vel við hæfi að hugsa, hvað sé virkilega þjóðlegt og hvað sameinar íslendinga raunverulega sem eina þjóð. Alþingi er t.d. ein umdeildasta stofnun á Íslandi samkvæmt könnun Gallup, þannig að það er nokkuð ljóst að Alþingi er ekki sameiningartákn þjóðarinnar.
Bubbi Morthens hefur á hinn bóginn í gegnum sína texta og lög undanfarna áratugi, náð að fanga hugi og hjarta þjóðarinnar og því er rétt að láta konung íslenskrar tónlistar og textasmíðar eiga orðið á sjálfan þjóðhátíardag íslendinga. Hér að neðan er bara eitt lítið dæmi um snilld þessarar þjóðargersemar sem við erum öll stolt af sem íslendingar, hvar og hver sem við erum og njótum. Bubbi hefur samið fjölmörg lög á sínum langa ferli sem hafa ratað beint í hjarta þjóðarsálinnar og er án efa farsælasti tónlistamaður íslandssögunnar.
Umræða