Öryggissvæðið í kringum hátíðarathöfnina á Austurvelli í morgun var stærra en áður. Lögregla sagði að svæðið hafi verið stækkað vegna öryggismats fyrir daginn í dag. Nokkrir mótmælendur gerðu hróp að forsætisráðherra.
Samkvæmt upplýsingum ríkisútvarpsins, frá lögreglu, var öryggissvæðið stækkað að þessu sinni vegna örygggismats fyrir daginn í dag. Þá var viðvera lögreglu mjög áberandi á svæðinu.
Hátt í tvö hundruð manns voru innan öryggisgirðingarinnar á meðan athöfninni stóð, en töluvert fleiri stóðu fyrir utan.
Á meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu sína blésu nokkrir mótmælendur í flautur og gerðu hróp að honum.
Umræða