Innheimta tilhæfulauss skatts:
Árvökull félagsmaður Neytendasamtakanna sendi ábendingu um að tjaldsvæði haldi áfram innheimtu gistináttaskatts, þrátt fyrir að skatturinn hafi verið afnuminn tímabundið frá 1. apríl 2020 til loka árs 2021, sem hluti af efnahagspakka stjórnvalda í kjölfar kórónaveirufaraldursins.
Innheimtan var þegar tilkynnt til eftirlitsdeildar Skattsins.
Samtökin benda ferðalöngum á að hafa varann á og greiða ekki tilhæfulausa skatta.
Umræða