Tekið var á móti 730 farþegum er komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í gærmorgun. Einn um borð hafði greinst jákvæður af COVID-19 við sýnatöku í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag. Fimm einstaklingar voru með honum í för á leið til Íslands og reyndust allir neikvæðir við sömu sýnatöku.
Sexmenningarnir voru í einangrun um borð í Norrænu á leið hennar til landsins. Við komu tóku starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) á móti þeim og leiðbeindu um framhaldið sem og hvernig eigi að bera sig að hér á landi meðan frekari sýni eru rannsökuð. Sýnataka beið hins smitaða og fór fram greining á því hvort um gamalt smit var að ræða. Aðrar ráðstafanir varðandi einangrun bíður þeirrar niðurstöðu.
Ekki er talin hætta á að aðrir farþegar hafi orðið útsettir fyrir smiti. Leið þeirra hingað til lands lá til starfa á hálendinu og munu þeir dvelja þar í vinnubúðum. Þar munu þeir sem fyrr segir í einangrun þar til niðurstöður frekari sýnatöku liggja fyrir.