Ríkisstjórnin fær falleinkunn – sama staða nú og í hruninu
Barnafjölskyldur sem búa við fátækt á Íslandi kvíða haustinu og öllum þeim útgjöldum sem tengjast skólabyrjun og frístundum barna. Einstæðar mæður á örorkulífeyri óttast það í hverjum mánuði að þær nái ekki endum saman og segja tekjurnar duga skammt. Fjallað er ítarlega um málið á vef ríkisútvarpsins en þar segi einnig:
Vilborg Oddsdóttir, talsmaður Hjálparstarfs kirkjunnar, segir að íþyngjandi húsaleiga sé eitt stærsta áhyggjuefni fólks sem býr við fátækt á Íslandi, hvort sem það leigir á almennum markaði eða hjá sveitarfélögum, flestir leigjendur séu með sína húsaleigusamninga verðtryggða, þannig að þeir hækka mánaðarlega. ,,Og það er mjög erfitt að sjá fram á það að eftir áramót verðir þú kominn með mörg þúsund króna hækkun.
Og svo er það maturinn, fólk kvartar mikið undan því,“ segir hún. ,,Margir sjái nú fram á að þurfa að neita sér um alla afþreyingu og gæðastundir með börnum, til að ná endum saman. Stjórnvöld verði að horfast í augu við fátæktarvandann og setja sér skýr markmið til að takast á við hann.“
„Ég þarf mikið að passa mig hvað ég versla, við getum ekki leyft okkur neitt mjög flott. Við gerum ekki rosalega oft eitthvað saman, nema nýtum tilboð sem eru í gangi ef ég hef getað sparað. Þetta hefur rosalega mikil áhrif á okkar líf,“ segir einstæð móðir á örorkulífeyri.
Einstæð móðir á örorkulífeyri segir að það sé alltaf fyrr og fyrr í hverjum mánuði sem peningarnir klárist. „Það má ekkert rugga bátnum, það má ekkert út af bregða. En nú gerist það hver mánaðamót,“ segir hún. „Maður náði kannski að ströggla í þrjár vikur, en maður er farinn að finna að þetta eru kannski tvær vikur núna,“ bætir hún við. Hún telur að stjórnvöld líti fram hjá vandanum og undrar sig á því að örorkulífeyri hafi ekki hækkað meira en raun ber vitni segir í frétt rúv.is
Tengt efni – 2 greinar
https://gamli.frettatiminn.is/16/09/2021/hrikaleg-skyrsla-um-fataekt-og-baga-stodu-oryrkja-a-islandi-asmundur-einar-dadason-kaus-ad-lata-ekki-sja-sig-i-thaettinum/
https://gamli.frettatiminn.is/09/10/2019/folk-i-fataekt-bidur-enn/