Afskipti voru höfð af manni í hverfi 105. Maðurinn er grunaður um brot á vopnalögum og var rafstuðkylfa ( Tazer ) haldlögð og skýrsla rituð.
Um miðnætti voru höfð afskipti af manni sem var í stunguvesti og með stóran hníf ( sveðju ) við veitingastað í miðborginni. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var kærður fyrir brot á vopnalögum og var síðan laus. Vesti og vopnið var haldlagt og skýrsla rituð.
Maður í annarlegu ástandi handtekinn í nótt í miðborginni og var maðurinn grunaður um líkamsárás og var sagður hafa verið að veitast að fólki. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þá voru ungir menn í annarlegu ástandi handteknir grunaðir um líkamsárás ofl. á sama svæði. Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Ekki er búið að bóka upplýsingar varðandi árásraþola.
Umræða