Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að opnað hefur verið inn á svæðið og er Meradalaleið nú opin.
Ríkislögreglustjóri lýsir yfir almannavarnastigi í samráði við viðkomandi lögreglustjóra. Við upphaf eldgossins við fjallið Litla Hrút 10. júlí sl. lýsti ríkislögreglustjóri yfir hættustigi. Var það gert með hliðsjón af alvarleika atburða og þörf á nauðsynlegum viðbúnaði viðbragðsaðila. Hættustund hefst þegar hættustigi eða neyðarstigi almannavarna er lýst yfir og lýkur þegar hættustigi eða neyðarstigi er aflýst.
Á hættustundu virkjast valdheimildir sem kveðið er á um lögum um almannavarnir. Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Fyrirmælum þessu er öllum skylt að hlíta.
Meðfylgjandi kort sýnir gönguleiðir og skilgreint hættusvæði að mati Veðurstofu Íslands.
Það er ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum að banna dvöl eða umferð almennings á skilgreindu hættusvæði samkvæmt meðfylgjandi korti.
Slökkvistarf heldur áfram en talið er óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið. Lögregla, landverðir og björgunarsveitir verða á svæðinu en lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði.
Spá veðurvaktar um gasdreifingu:
.
Norðan og norðvestan 5-8 m/s, en bætir heldur í vind síðdegis á morgun. Lægir seint annað kvöld. Gasmengunin berst til suðurs og má því búast við að hennar verði vart á Suðurstrandarvegi og á gönguleiðum að gosstöðvunum.
Spá gerð: 17.07.2023 08:02. Gildir til: 18.07.2023 23:59.
——-
Eruption in Litli Hrútur
The area of the eruption sites has been opened from the southern coastal road, a route known as Meradalir route. No other roads or road access have been opened.
Keep in mind that the eruption site is not a safe area! New erupting fissures/craters can open up anywhere without much notice. Stay out of the marked hazard zone!
Stay out of the hazard zone! Do not walk on the lava. Black surface doesn’t mean it’s cold. The black crust is very thin and underneath the temperature is 1200°C – same as used in cremation. If you fall through, you’ll be dead in a second! No one is risking his/her life to save you – keep that in mind.
Umræða